Skilmálar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Borgarsögusafn Reykjavíkur

Myndasöluvefur skilmálar

Myndir seldar á myndasöluvef Ljósmyndasafns Reykjavíkur eru eingöngu til einkaafnota. 
Einkaafnot eru þegar myndir eru notaðar í einkarými einstaklings.
Opinber notkun er gjaldskyld, sjá gjaldskrá Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Í þeim tilvikum þarf að hafa samband við starfsmenn Ljósmyndasafns Reykjavíkur – ljosmyndasafn@reykjavik.is.
Opinber notkun er hverskyns útgáfa; á vefsíðu, samfélagsmiðlum, fyrirlestrum, sýningum, veitingahúsum, hótelum, gististöðum, í sjónvarpi, kvikmyndum, innri og opinberu rými fyrirtækja, almenningsrými o.sv.frv.
Ef þú ert í vafa hafðu samband – ljosmyndasafn@reykjavik.is.

Skattar og gjöld
Allt verð sem gefið er upp á myndasöluvef er með vsk.

Trúnaðarupplýsingar
Ljósmyndasafn Reykjavíkur heitir kaupanda fyllsta trúnaði um þær upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin, meðhöndlun þeirra er í samræmi við gildandi lög um meðferð persónuupplýsinga.

Afhending ljósmynda
Afgreiðsla á prentuðum ljósmyndunum getur tekið allt að tveimur vikum, afhendingartími póstsendingar bætist þar við. Afhending á stafrænum myndum er með niðurhali – tengill fylgir með í staðfestingarpósti pöntunarinnar.

Kvittun og staðfesting
Þegar greiðsla hefur farið fram fær kaupandi staðfestingarpóst frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og kvittun frá Borgun.

Skilaréttur og endurgreiðsla
Afpantanir á prentuðum myndum þurfa að berast innan tveggja sólarhringa frá því að pöntun var staðfest. Endurgreiðsla afpantana er skv. skilmálum viðkomandi kortafyrirtækja. Ekki er hægt að skila stafrænum myndum eftir að pöntun hefur verið staðfest. Það sama á við um prentaðar ljósmyndir, enda eru þær sérsniðnar og framleiddar eftir vali kaupenda.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Upplýsingar um seljanda
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tryggvagata 15
101 Reykjavík
Kt. 530269-7609
VSK-númer 22874
ljosmyndasafn@reykjavik.is